ALLT FORSMÍÐAÐ
Forsmíðaða kerfið okkar er hannað til þess að hleypa birtu og yfirborðsvatni undir stígana. Hinar einstaklega sterku einingar tryggja afbragðs endingu við erfiðustu aðstæður og þörf á viðhaldi er lítil.
Sterku sérsmíðuðu fæturnir okkar eru með kúlulið og hæðarstillingu sem tryggja aðlögun í fjölbreyttum aðstæðum. Fjölbreytt val af jarðvegsskúfum, teinum eða forsteyptum undirstöðum, heimila fljótunna uppsetningu á hagkvæmu verði.
STILLANLEGIR KÚLULIÐSFÆTUR
Þær koma í mismunandi stærðum, lengst 6m og í hvaða lit sem er. Yfirborðið er með innfelldri hálkuvörn. Mikið úrval af af beygjum, stígamótum og römpum veita fjölbreytta möguleika.
STÍGAEININGAR
Fjölbreytt úrval af útsýnispöllum auðveldar hönnun stíganna og hjálpar til við valið út frá, heildarmyndinni, besta útsýninu og landslaginu.
ÚTSÝNISPALLAR
Boðið er upp á handrið sem eru færanleg á hvaða einingu sem er, upplýsingaskilti, lýsingu í mismunandi áttir. Hafið samband til að fá vörulista.
AUKAHLUTIR
Ólíkt möl, malbiki, og timburpöllum sem oft hefur verið notast við með takmörkuðum árangri þá bjóða álstígar upp á lágmarks inngrip með algjörlega afturkræfnri aðgerð.
Trapisulöguð hönnun: Svífandi stígar er einstakir út frá notkun hátækni verkfræði og efna. Trapisulagað burðarkerfi gerir úrvals dreifingu á burðarþoli sem er 500kg/m2 fyrir einingar sem bera 6m. Þykkt eininganna er aðeins 205 mm í miðjunni og 4mm á köntunum.
Birta og vatnsrennsli: Lagið á einingum gerir að birtu nær til gróðurs undir stígunum. Það þarf engin jarðvegsskipti né drainlagnir og yfirborðsvatn rennur óhindrað undir stígana sem gerir að allt land og gróður helst ósnertur.
Betri ending og minna viðhald: Valið á að nota hágæða efni eins og EN AW-5754 H14 ál tryggir langa endingu og litla viðhaldsþörf.
Léttvigt og endurvinnsla: Laser skornar álplötur eru settar og soðnar saman til að mynda létt endingargott burðarvirki sem undirstrikar vistvæni sína með 100% endurvinnanlegu áli.